Það er að sjálfsögðu ástæða til þess að senda þeim Ella, Siggu, Gils, Jóni forseta og Helga bestu þakkir fyrir frábæran undirbúning og útfærslu á skötu- og jólaboðinu. Að sjálfsögðu ver að þakka einnig þeim öðrum sem lögðu þeim lið. Það er ljóst að Bækistöðin ber af öðru húsnæði sem veitinga- og skemmtistaður. Rétt er að varðveita það leyndarmál þar sem athafnamenn í Örfirisey hefðu áreiðanlega áhuga á að kaupa húsið undir skemmtistað ef þeir heyrðu af málinu:=“) “ Þar mætti vera með mismunandi aldurshópa í hverju bili! Hér er mynd af geiminu árið 2007 en eflaust setur Gunnbjörn inn nýjar myndir hið fyrsta.
Fyrir ljóðelska starfsmenn þá fylgja hér þeir tímamótatextar sem fluttir voru við þetta tækifæri.
En sem sagt – aðalmálið er að þakka fyrir góða skemmtun.
Kveðja Gísli G