Á vordögum var kanadískt sjónvarpsgerðarfólk í Reykjavík, en erindi þeirra var að gera mynd m.a. um Reykjavíkurhöfn.  Heidi nokkur Hollinger (heidihollinger.com) sér um gerð þáttanna en hún er fræg (að því best er vitað) ljósmyndakona auk þess sem hún stýrir gerð þátta um hafnarborgir í kanadíska sjónvarpinu. 

Farið var með Heidi út á Sundin með Magna undir öruggri stjórn Odds J. Halldórssonar og Helga Magnússonar (allt þar til Oddur riðlaði niður landgangi á Brimbrjótnum) en að auki þegar í land var komið var læitið inn á Sægreifanum og loks haldið í skoðunarferð í Fiskkaup hjá Ásbirni Jónssyni. Að auki eru í þættinummyndir frá þingvöllum, Hellisheiði, sundlaugum og viðtöl við gagnmerkt fólk. Kvikmyndatökuliðið og Heidi var í samstarfi við Höfuðborgarstofu um framkvæmd verkefnisins og ekki annað að heyra en að þar á bæ séu allir kátir með árangurinn.

Fyrir fróðleiksfúsa er slóðin í umræddan þátt eftirfarandi:  http://www.tv5.ca/webvideo/ports-d-attache-heidi-a-reykjavik-2158.html

Þátturinn er að vísu á frönsku – en það vefst ekki fyrir hafnarfólki – en hann er hins vegar í heild um klukkutíma langur!  Þá eru á þessari slóð myndir frá heimsókn Heidíar:    http://www.ports.tv5.ca

 

FaxaportsFaxaports linkedin