Þann 1. júlí 2010 tekur gildi samningur, til þriggja ára, við N1 hf. um kaup á bifreiðaeldsneyti. Samningurinn var gerðu að loknu útboði þar sem N1 hf. var lægstbjóðandi.
Kortið gildir fyrir eldsneytiskaup fyrir bíla Faxaflóahafna á öllum mönnuðum stöðvum N1.
Vakin er athygli á því að eldsneytið er keypt í sjálfsafgreiðslu og er því ætlast til að starfmaður Faxaflóahafna dæli eldsneytinu sjálfur á bílinn og greiði síðan með kortinu í afgreiðslunni.
Einungis er hægt að kaupa viðeigandi eldsneyti á bílinn með þessu korti, en hvað varðar aðra rekstarvöru ber mönnum, sem hingað til, að snúa sér til Bækistöðvar Faxaflóahafna við Fiskislóð.
Næstu eldsneytisafgreiðslur N1 hf. eru sem hér segir:
Borgartún 39, við Kringlumýrarbraut
Hringbraut 12, við Njarðargötu
Ægissíðu 102
Ártúnshöfði við Vesturlandveg
Bíldshöfði við Vesturlandsveg
Kringlumýrarbraut 110 í Fossvogi
Þjóðbraut 9, Akranesi
Egilsgötu 11-13, Borgarnesi
Faxaflóahafnir – Rekstardeild