Nú hefur hafnarstjórn samþykkt breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2009.  Ljóst er að tekjufall hafnarinnar er verulegt vegna minnkandi innflutnings.  Sá samdráttur var um flest fyrirsjáanlegur, en reyndir er sú að samdrátturinn hefur orðið meiri en reikna mátti með.  

Ætla má að tekjufall hafnarinnar vegna vörugjalda nemu um 140.0 mkr. auk þess sem fasteignamat lóða, sem eru grundvöllur lóðarleigutekna, stóð óbreytt á milli ára og gæti lækkað á næsta ári.  Þar til viðbótar er þurrð í tekjum hafnarinnar af byggingargjöldum og ekki liklegt að þar verði sóttar tekjur á næstu misserum og árum.  Rekstrargjöld Faxaflóahafna sf. eru hins vegar innan þess ramma sem áætlað hafði verið, en jafnframt ljóst að skoða þarf þann lið í fjárhagsáætlun næsta árs þar sem ætla má að tekjufallið verði viðvarandi staðreynd næstu ár.

Samþykkt hafnarstjórnar var eftirfarandi:  „Rekstrarspá til áramóta og endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009. Minnisblað hafnarstjóra ásamt upplýsingum um þróun inn- og útflutnings 2007 til 2009.Hafnarstjóri gerði grein fyrir rekstrarspá til áramóta og fór yfir þróun inn- og útflutnings. Ljóst er að samdráttur í innfluningi er meiri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun og þar af leiðandi verða áætlaðar rekstrartekjur undir áætlun. Hafnarstjóra er falið að leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar áætlun um hvernig lækka megi rekstrarkostnað fyrirtækisins til að mæta eins og kostur er því tekjufalli sem fyrirsjáanlegt er á næstu misserum. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2009.“

Af öllu er ljóst að ráðdeild og sparnaður eru lykilhugtök dagsins – en það hefur svo sem verið predíkað á síðustu mánuðum. 

Þeir sem vilja skoða tölur og velta fyrir sér þróun flutninga geta skoðað eftirfarandi:

Endurskoðun fjárhagsáætlunar.

Þróun vöruflutninga 2007 – 2009.

Þróun einmstakra tegunda rekstrargjalda.

Nokkrar staðreyndir í umfangi Faxaflóahafna sf.

 

FaxaportsFaxaports linkedin