Í gær voru skipsflautur þeyttar og klukkum hringt til að árétta óþol varðandi einelti. Án þess að gerast þess umkominn að hafa vit á málinu þá er það eftir sem áður svo að þessi fjandi getur stungið sér niður hvar sem er – svona eins og kvef. Munurinn er þó sá að maður losnar við kvefið – en það verður að taka sérstaklega á einelti til að losna við það.
Eineltið er víst ekki bundið við skóla heldur þvælist víða þ.m.t. á vinnustaði. Maður hefur spurt sig hvað flokkast undir þessa skilgreiningu – og þessar glærur sem má sjá hér – fékk ég sendar – en þær eru upplýsandi. Annars allt gott:=“)
Kveðja Gísli G