Við hjá Faxaflóahöfnum sf. viljum byrja á því að þakka öllum þeim starfsmönnum sem aðstoðuðu við BSI úttektina í þessari viku. Við erum virkilega ánægð með ykkar framlag því það gerði það að verkum að í dag fengum við að vita að BSI á Íslandi mælir með að fyrirtæki okkar, Faxaflóahafnir sf., fái ISO 14001 umhverfisstjórnunarvottun. Vottunin tekur ca. 6-8 vikur að fara í gegn þar sem úttektarskýrslan mun verða send til Hollands. Alþjóðlegir vottunaraðilar munu síðan fara yfir skýrsluna og útbúa vottunarskírteinið fyrir okkur.
Við viljum óska ykkur öllum innilega til hamingju með þennan merka áfanga, okkur tókst þetta ! Nú bíðum við bara spennt eftir að fá vottunina í hendur.
Við viljum óska ykkur öllum innilega til hamingju með þennan merka áfanga, okkur tókst þetta ! Nú bíðum við bara spennt eftir að fá vottunina í hendur.