Í gildandi kjarasamningum Faxaflóahafna sf. og stéttarfélaganna er að finna eftirfarandi ákvæði: „Frá og með 1. júní 2017 fá starfsmenn þrep í stað launaflokka vegna starfsþróunar hjá Faxaflóahöfnum sf., skv. grein 1.3.2.2. fyrir þann ávinning.  Við framkvæmd þessarar breytingar munu áunnir starfsþróunarflokkar falla niður og þrep koma í staðin“.  Í samningnum segir einnig að ný launatafla eigi að tryggja hverjum starfsmanni 4,5% hækkun. 
Nú liggur fyrir formlegt samkomulag við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um nýja launatöflu og innröðun, sem einnig hefur verið kynnt öðrum félögum.  Innröðunina og launatöfluna má sjá á meðfylgjandi skjali: Launatafla og röðun 1. júní 2017.
Þessi launatöflubreyting gefur að meðaltali 5,2% hækkun launa og lágmarks hækkun er 4,8%.  Greitt verður út samkvæmt nýrri töflu 1. júlí.  Ragnar Eggertsson, launafulltrúi myndi gefa nánari skýringar ef eftir er leitað.  Breytingin á launatöflunni hefur í för með sér að nú er jafnt bil, 1,5%, á milli þrepa og launaflokka, en eldri tafla var orðin aðeins skökk og því nauðsynlegt að lagfæra hana.
Að öðru leyti gildir kjaarasamningur aðila – með þeim fyrirvörum sem í honum eru – til 31. mars 2019.

FaxaportsFaxaports linkedin