Á brauðtertufndi í byrjun árs var greint frá því að Gunnar Steingrímsson, vélstjóri, hefði ákveðið að segja starfi sínu lausu eftir liðlega eins árs starf hjá Faxalfóahöfnum. Starf hans hefur verið auglýst og rennur umsóknarfrestur út nú í janúar.  gamla_hofnin_-_skip

Þá hefur Agnar Guðjónsson sagt upp starfi sínu en hann lætur af störfum í maí eða júní.  Starf hans verður auglýst laust til umsóknar á næstu dögum. 

Þá var í desember auglýst eftir hafnarverði og hefur verið ákveðið að ráða í það starf Jón Guðmundsson, sem m.a. hefur starfað hjá Eimskip sem bátsmaður á Brúarfossi.  Jón kemur í stað Sigurðar Jónassonar, í Vesturhöfninni, en Sigurður lætur af störfum sakir aldurs þann 1. ferbúar n.k.  Rétt er að starfsmenn geri ráð fyrir kaffisopa síðla dags föstudaginn 1. febrúar þar sem góður félagi verður formlega kvaddur þann daginn.

Það eru því nokkrar breytingar fyrirjáanlegar í starfsmannahaldinu næstu vikur.

FaxaportsFaxaports linkedin