Faxaflóahafnir sf. hafa fjárfest í blóðþrýstingsmæli. Heilsu-Hallur vatt sér í verslun og keypti forlátt tæki að tillögu kvennanefndar fyrirtækisins og er það nú þegar komið í notkun.
Eins og öllum er vel kunnugt og tilefni umræðna þá er stjórnendur fyrirtækisins annt um heillsu starfsmanna og vilja hana sem besta. Forvörnum, skoðunum og eftirliti fylgir bætt líðan og gleði. Þess vegna eru þeir sem vilja mæla blóðrþystinginn bent á að fá mælingu hjá þeim „sjúkrunarkvinnum“ Jóhönnu og Söru á skrifstofunni.
Á vísindavef Háskóla Íslands má lesa eftirfarandi um blóðþrýsting: „Eðlilegt er að efri mörk blóðþrýstings séu undir 130 og neðri mörk undir 85. Ef efri mörkin eru 140 eða yfir eða ef neðri mörkin eru 90 eða þar yfir er talað um að viðkomandi sé með háan blóðþrýsting, öðru nafni háþrýsting.
Hár blóðþrýstingur er í raun ekki sjúkdómur heldur sjúkdómseinkenni en um sjúkdóminn sem veldur þessu er ekki mikið vitað. Vitað er að erfðir skipta miklu máli, barn sem á báða foreldra með háþrýsting er til dæmis í verulegri hættu að fá sjúkdóminn. Ýmsir umhverfisþættir skipta líka máli, til dæmis hækka offita, reykingar og mikil áfengisneysla blóðþrýstinginn. Háþrýstingur er algengur, í Evrópu og Norður-Ameríku fá 10-20% fólks þennan sjúkdóm. Flestir fá sjúkdóminn á aldrinum 25 til 55 ára og hann er sjaldgæfur fyrir tvítugt.“
Þessu er sem sagt í mestu vinsemd komið á framfæri.
Kveðja Gísli G.