Nú líður að starfslokum Þorvaldar Guðmundssonar, yfirhafnsögumanns og af því tilefni liggur það verkefni fyrir að ráða að nýju í það starf. Ákvörðun hefur verið tekin um að auglýsa starfið innanhúss áður en lengra er haldið, enda ljóst að fyrir hendi eru vel hæfir starfsmenn með nauðsynleg réttindi, sem gætu sinnt þessu starfi. 

Í auglýsingu, sem sjá má hér fyrir neðan, kemur m.a. fram starfslýsing fyrir starfið, þær kröfur sem gerðar eru svo og þau sjónarmið sem lögð verða til grundvallar ráðningu. Umsóknarfrestur er til og með 17.apríl n.k. og ef auglýsingin ber árangur þá má reikna með að ákvörðun verði tekin um ráðningu í starfið um mánaðarmótin apríl/maí. Starfið er veitt frá og með 1. júlí n.k.

Auglýsing fyrir starf yfirhafnsögumanns.

Með bestu kveðju

Gísli Gíslason, hafnarstjóri.

FaxaportsFaxaports linkedin