Nú liggur fyrir ársreikningur Faxaflóahafna fyrir árið 2009.  Afkoman er nokkru betri en efni stóðu til að vona á haustdögum, en hagnaður ársins nemur 103.9 mkr.  Það er vel viðunandi niðurstaða og ekki síst starfsfólkinu að þakka, sem brást við af snerpu og festu gagnart almennum útgjöldum.  Öllum sem að því komu eru færðar þakkir. 

Heildartekjur voru 2.3 Ma. kr. sem er 324.6 mkr. lækkun á milli ára.  vega þar vörugjöldin langþyngst eða 176.3 mkr.  Aflagjöld eru hins vegar hærri en nokkru sinni og ennog aftur fiskurinn sem kemur til bjargar, en heildar aflagjöld voru 184.5 mkr. en voru 125.0 mkr. á árinu 2008.  Rekstrargjöld voru 2.0 Ma. kr. sem er veruleg lækkun í krónum talið á milli ára, en á árinu 2008 voru óregluleg útgjöld vegna Grandagarðs 8, sem ekki koma inn í ársreikninginn á þessu ári þannig að rekstrargjöld standa nánast í staða á milli áranna 2009 og 2008 – sem er mjög gott þegar litið er til þróunar verðlags.

Framkvæmdir voru allnokkrar og heildar eignabreitingar um 1.2 Ma. kr.  SKipting þess á hafnarsvæði er eftirfarandi:

Gamla höfnin

   189.548.526

16.8%

Sundahöfn

   771.713.453

68.5%

Grundartangi

   149.834.513

13.3%

Akranes

       2.792.795

  0.3%

Annað

     11.891.804

  1.1%

Alls

1.125.781.091

 100%

Nánar verður gerð grein fyrir ársreikningnum á heimasíðunni þegar stjórnin hefur formlega samþykkt hann.

Útlitið á árinu 2010 er svipað á því sem liðið er – óvissa og lítil h
reyfing á atvinnumálum.  Það gilda því allar almennar varúðarreglur varðandi reksturinn og fjárfestingar.  Aðhald og sparnaður.

Gísli Gíslason, hafnarstjóri

FaxaportsFaxaports linkedin