Dagana 18. og 19. júní hélt AIVP aðalfund sinn hér í Reykjavík og saminar um ýmis hafnar- og borgarmál, en samtökin fjalla aðallega um samspil borga og hafna. Reykjavíkurhöfn áður og nú Faxaflóahafnir sf. er aðili að samtökunum, en í þeim eru stór hópur hafna og borga víða að úr heiminum.
M.a. flutti hafnarstjóri erindi á ráðstefnunni um Faxaflóahafnir sf. og þróun Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Erindið má sjá á ylhýrri íslensku hér að neðan og meðfylgjandi eru einnig þær glærur sem sýndar voru við það tækifæri – en textinn á þeim er reyndar á útlensku.
Erindi um Faxaflóhafnir er hér og glærurnar hér.