Með samkomulagi Faxaflóahafna sf., Reykjavíkurborgar og Þórshafnar  sem gert var þann 20. ágúst 2011, var ákveðið að kútter Westward Ho sigli frá Færeyjum  til Reykjavíkur á Hátíð hafsins þriðja hvert ár.  Þá er samkomulag um að í 16 manna áhöfn komi 8 frá Íslandi og 8 frá Færeyjum.  IMG_0790
Tilhögun er þannig að 8 íslendingar sigli með skipinu frá Færeyjum og ný áhöfn sigli frá Reykjavík.  Tímasetningar líta út fyrir að ver þannig:  Siglt frá Færeyjum mánudaginn 1. júní (sem þýðir að áhöfnin flýgur til Færeyja föstudaginn 29. maí) og áætluð koma á Akranes fimmtudaginn 4. júní.  Síðan er Hátíð hafsins laugardag og sunnudag 5. og 6. júní.  Westward Ho siglir síðan til Færeyja mánudaginn 7. júní og áætaður komutími fimmtudaginn 10. júní.  Þá helgina (11. – 12. júní) er menningarnótt í Þórshöfn þannig að þátttaka í henni er ráðgerð og síðan flug til Íslands mánudaginn 13. júní.
Sem fyrr þá standa Faxaflóahafnir sf. strauma f flugferðum og gisting finnst að vanda í Þórshöfn í boði heimamanna.
Nú er spurningin hverjir af starfsfólki Faxaflóahafna sf. jhafa hug á að munstra sig í áhöfnina.  Undirritaður þarf að fá tilkynningu um það frá viðkomandi eigi síðar en 20. febrúar og þá einnig upplýsingar um hvor siglingaleiðin sé óskastaða viðkomandi.
Hér má sjá samkomulagið sem gert var á sínum tíma um siglingarnar.  Samstarf milli Íslands og Færeyja vegna Westward Ho
Kveðja Gísli G  

FaxaportsFaxaports linkedin