Í dag var undirritaður samningur við VÍS um tryggingar hafnarinnar næstu þrjú árin.  samningurinn er í raun framlenging á samningi sem gerður var sameiginlega með Reykjavíkurborg og byggði á útboði.  Í þessum nýja samningi er atriði sem varðar starfsmenn og slysatryggingar launþega.

Kveðið er á um í samningnum að tryggingar samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga verði lagðar til grundvallar slysatryggingum launþega, en þær tryggingar eru bestra trygginga um þessar mundir.  Því fá þeir starfsmenn sem njóta lakari tryggingar nú bætta tryggingavernd.  Ef tryggingar annarra samninga verða á einhverjum tíma betri þá gilda þær tryggingar að sjálfsögðu.  Með þessu fæst samræmd tryggingavernd starfsmanna Faxaflóahafna sf. sem miðast við bestu tryggingar samkvæmt núgildandi kjarasamningum.

Kveðja Gísli G.

FaxaportsFaxaports linkedin