security 

Öryggis og aðgangskerfi í Hafnarhúsi.
 
Nú er uppsetningu og frágangi á öryggis og aðgangskerfi í Hafnarhúsinu að ljúka.

Allir starfsmenn hafa nú þegar fengið afhent starfsmannaskilríki með innbyggðu aðgangskorti og
tilheyrandi 6 stafa persónulegan tölukóða.

Öryggis og aðgangskerfi verður tekið í notkun í áföngum á næstu dögum.
Á innri vef Faxaflóahafna má finna upplýsingar og notandaleiðbeiningar með kerfunum.

Sjá hér.

Frá og með þriðjudeginum 20. mars n.k. verða hurðar virkar í aðgangskerfinu.
Frá og með föstudeginum 23. mars n.k. verða öryggiskerfi virk
Innbrotaviðvörunarkerfin eru tengd til Öryggismiðstöðvarinnar sem vaktar kerfin og sinnir
útkallsþjónustu.

Ef þið gerið mistök í notkun og sírenur fara í gang, vinsamlega hafið þá strax samband við
Öryggismiðstöðina í síma 530-2400.

Umsjónaraðilar sjá um útgáfu aðgangskorta, aðgangsheimildir kóðabreytingar og fl.

Umsjónaraðilar kerfa. 
     Gísli Hallsson 
     Hallur Árnason  
     Már Gunnþórsson
 
Munið að tilkynna strax til umsjónaraðila ef aðgangskort glatast.  
 
Virðingarfyllst,
Hallur Árnason,
Öryggisstjóri.

FaxaportsFaxaports linkedin