Aðalfundur starfsmannfélags Faxaflóahafna haldinn þann 26. maí 2010

 í fundarsal á 3. hæð í Hafnarhúsinu kl 9.00.

 

1.      Formaðurinn Gils Friðriksson. setti fundinn og bauð fólk velkomið.

Skipaði fundarstjóra, Gunnbjörn Marinóss. ,fundarritara Þórdísi Sigurgestsd.,

fór síðan yfir starf fráfarandi stjórnar .

Haustferðin ,sjóstöng út á sundum og grillað út í Viðey.

Í desember matarveisla á 3. hæðinni í Hafnarhúsinu.

Hafnarballið haldið fyrstu helgina í feb. á hótel Loftleiðum

Starfsmanna ferð um svæði hafnarinnar og endað með grillveislu að Görðum Akranesi.

2.      Engir reikningar

 

3.      Skýrsla fulltr. í hafnarstjórn, lítið fréttnæmt venjubundin fundarseta.

 

4.      Ragnar kynnti niðurstöðu kosninga sem var eftirfarandi:

60 starfsm. á skrá og 46 kusu

Formaður og fulltrúi starfsmanna í hafnarstjórn: Hermann Bridde, nýjir meðstjórnendur til tveggja ára þeir Gunnar Sæþórsson. og Karl Hjaltested frá fyrra ári eru svo Erlingur Pálss. og Ingi Árnason.

Varamaður í hafnarstjórn Kristjana Óladóttir.

5.        Aðalfundurinn samþykkti að kjósa í eftirtaldar nefndir,

a )sem endurskoðendur félagsins þau Auði M. Sigurðardóttur og Gísla Gíslason.

b) í kjörnefnd voru endurkosnir þeir Ragnar Eggertsson, Már Gunnþórsson og Jón K Valdimarsson.

c) í úthlutunarnefnd orlofshúss voru kosnir þeir Gunnbjörn Marinósson, Sigurður Jónasson og        Þorsteinn Friðbjörnsson.

(Jafnréttisnefnd Gunnar Ingi Leifsson og Þórdís Björk Sigurgestsdóttir) frá fyrra ári.

(Fulltrúi starfsmanna í styrktarsj.Þórarins Kristjánssonar Jón Guðmundsson) frá fyrra ári.

6.  Samþykkt var að árg
jald félagsins væri kr. 0

7.    Hallur Árnas. minnti á starf öryggisnefndar og fulltrúa starfsmanna í nefndinni, spurði hvort fulltrúar starfsmanna hefðu stuðning til að sitja áfram, þeir eru Gísli J. Hallsson, Júlíus V. Guðnason og Ragnar Arnbjörnsson , Þórdís B. Sigurgestsdóttir, tóku fundarmenn vel í það með lófaklappi. Skv. reglugerðinni gr. 13, skal tilnefningin að jafnaði vera til tveggja ára í senn.

Ekki fleira tekið fyrir undir fundarliðnum önnur mál.

20 manns mættir á fundinn.

Fundi slitið kl. 9:30

FaxaportsFaxaports linkedin