Aðalfundur starfsmannfélags Faxaflóahafna haldinn þann 15. maí 2009
 í fundarsal á 3. hæð í Hafnarhúsinu.
 
1.      Formaðurinn Sigríður Sigurbj. setti fundinn og bauð fólk velkomið.
       Skipar fundarstjóra Gunnbjörn Marinóss. , fundarritara Þórdísi Sigurgestsd.,fór síðan yfir starf fráfarandi stjórnar .
Vorgleðin var haldin í Bækistöðinni í byrjun júní, vel mætt og blíðskaparveður,Jón G. með skuldahalann, Stjáni á skuldabagganum og Hemmi á nýju „vespunni“.
Haustveiðferðinni lauk með húllumhæi í bækistöð þeirra Skagamanna, aflatölur ekki gefnar upp til að spara kóta Valda og Jóns forseta.
Skötuveisla haldin í Bækist. í byrjun des. og var Hafnfirskum hafnarstm. boðið að gæða sér á vel kæstu góðmetinu.
Hafnarballið haldið fyrstu helgina í feb. með glæsibrag og geislandi veislustjóra og gestum.
Rúsínan í pylsuendanum var svo Bakkaskemmublót í byrjun mars, þar var fírað upp á Skaga-grillinu að hætti grillmeistaranna.
 
2.      Auður M. Sigurðardóttir gerði grein fyrir reikningum félagsins og voru þeir samþykktir samhljóða.
 
3.      Skýrsla fulltr. , lítið fréttnæmt venjubundin fundarseta.
 
4.      Ragnar  kynnti niðurstöðu kosninga sem var eftirfarandi:
Formaður og fulltrúi starfsmanna í hafnarstjórn: Formaður Gils F., nýjir meðstjórnendur til tveggja ára þeir Erlingur Pálss. og Ingi Á.,
frá fyrra ári eru svo Helgi M. og Jóhanna kemur inn í stað Gils F. ,
varamaður í hafnarstjórn Helgi Magnússon.
 
5.      Aðalfundurinn samþykkti að endurkjósa í eftirtaldar nefndir,
a ) þau Auði M. Sigurðardóttur og Gísla Gíslason sem endurskoðendur félagsins.
b) í kjörnefnd voru endurkosnir þeir Ragnar Eggertsson, Már Gunnþórsson og Jón K Valdimarsson.
c) í úthlutunarnefnd orlofshúss voru endurkosnir þeir Gunnbjörn Marinósson, Sigurður Jónasson og Gunnar Ingvar Leifsson.
(Í jafnréttisnefnd voru endurkosin þau Gunnar Ingi Leifsson og Þórdís Björk Sigurgestsdóttir. )
 Stjórn starfsmannafélagsins mun svo kalla fólk til starfa ef þurfa þykir í skemmtinefnd.
 
6. Samþykkt var að árgjald félagsins væri óbreytt kr. 1.500
 
7.  Önnur mál, Auður gerði grein fyrir Kröfu frá Innri endurskoðun borgarinnar að breyta þurfi eignarhaldi/rekstri Hafnarbúst.
     Voru 2 tillögur lagðar fyrir fundinn og ræddar, tillaga 1 samþykkt.
     Nýrri stjórn falið að stofna nýja kennitölu fyrir bankareikn félagsins.
     Ritara bent á að lagfæra þyrfti gr. 13 í lögum félagsins skv. Fundargerðarbók, þar sem honum hefði líklega orðið á í messunni
     við endurritun laganna.
 
Mættir voru ca 18 manns á fundinn.
Fundi slitið kl. 9:50
 
 
FaxaportsFaxaports linkedin