Nú er komin út samantekt Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtækin. Alltaf fróðleg lesning að skoða samanburð milli fyrirtækja í mismunandi greinum og mat „stórvesíranna“ á því sem er að gerast og hvað þeir halda að sé framundan. Í samantekt FV kennir ýmissa grasa og nokkur atriði eru nefnd hér að neðan.  fallbyssar

Fyrst skal nefna að í hefti FV er athyglisverð grein eftir Högna Óskarsson, geðlækni um kulnun í starfi.  Högni er spakur maður og reyndur og það sem hann setur fram á erindi við alla – þó í mismunandi mæli sé.  Það er a.m.k. gott að skoða þessa stuttu grein Högna HÉR – án þess að því fylgi önnur meining en ábending um þá þætti sem málið varðar.

Af talnaefni í samantekt FV má sjá að af 300 stærstu fyrirtækjum á Íslandi þá eru Faxaflóahafnir sf. miðað við veltu í 145. sæti en hafa hækkað á listanum um 6 sæti.  Velta Faxaflóahafna sf. var á árinu 2011 2,5 Ma. króna en stærsta fyrirtæki landsins Bakkavör Group er með veltu upp á 312,1 Ma. króna.  Í 10. sæti er t.d. Samherji með 79,5 Ma. króna og í 99. sæti er TOYTA með 4,5 Ma. króna.  Þegar hæstu launin eru skoðuð þá eru Faxaflóahafnir sf. reyndar nokkru ofar á lsitanum eða í 79. sæti með árs meðallaun upp á 7,1 mkr. og höfðu reyndar hækkað á listanum um 4 sæti.  Hæstu meðallaunin eru hins vegar í Stálskip ehf. eða 23,0 mkr. Í 25. sæti er HB Gandi hf. með meðal árslaun upp á 9,3 mkr.  Nokkru neðar á listanum er t.d. fyrirtækið Fiskkaup með meðal árslaun upp á 6,6 mkr.

Þegar hagnaður fyrrtækja er skoðaður þá eru Faxaflóahafnir sf. í 81. sæti með 353 mkr. í hagnað en efstir eru Norðurál á Grundartanga með 11,5 Ma. kr. hagnað.  Faxaflóahafnir sf. komast ekki á listann yfir hagnað sem hlutfallaf veltu og augljóslega ekki heldur sem stærstu vinnuveitendurnir.    En á listanum yfir eigið fé eru Faxaflóahafnir sf. í 37. sæti með 10,7 ma.kr, en efstir eru Landsbankinn með 203,9 Ma. kr.  Svo er nú það!  Að sjálfsögðu er ekki lagt sérstak mat á mikilvægi fyrirtækja – en þar geta allir sem þetta lesa verið sammála um að Faxaflóahafnir séu í 1. sæti:=“)

Svona samanburður er ágætur svo langt sem hann nær – ekki síst í því ljósi að þó svo að gott starf sé unnið innan Faxaflóahafna sf. þá er haugur af fyrirtækjum og fólki sem er stolt af sínu – ekki síður en við!

FaxaportsFaxaports linkedin