Hlutverk


Að vera drifkraftur viðskipta- og atvinnulífs á Faxaflóasvæðinu, að skapa virði í samfélaginu með þróun hafnarinnviða og hafnarsvæða og að veita skilvirka þjónustu við skip.

 

Framtíðarsýn


Að vera meðal fremstu hafna í Norður-Atlantshafi og með áherslu á uppbyggingu hafnarinnviða styrkja Faxaflóahafnir samkeppnisstöðu Íslands. Faxaflóahafnir eru grænar, öruggar og skilvirkar hafnir með sjálfbærni að leiðarljósi. Skipulagning svæða er með grænum áherslum fyrir fjölbreytt samfélag og nýsköpun í hafnsækinni starfsemi.

STEFNUÁHERSLUR

Öruggar hafnir

Fyrirmynd í öryggi og öflug hafnavernd þar sem markvist er unnið að því að koma í veg fyrir slys, umhverfis- og eignatjón.

Grænar hafnir

Forysta í loftslags- og umhverfismálum í hafnsækinni starfsemi. Faxaflóahafnir eru kolefnishlutlausar í eigin rekstri.

Skilvirkar hafnir

Þróa hafnarinnviði sem stuðla að skilvirkri og snjallvæddri þjónustu við skip og aðra viðskiptavini.

Mannauður

Framsækinn og eftirsóttur vinnustaður þar sem mannauður þróast til að takast á við tækifæri og áskoranir til framtíðar.

Markmið sem styðja við stefnuáherslur Faxaflóahafna

Koma í veg fyrir slys og tjón

Auka nýtingu auðlinda

Bæta vinnustaðamenningu

Bæta úrgangsstjórnun

Snjallvædd þjónusta

Auka kolefnisjöfnun

Snjallvædd starfssemi

Auka umhverfisvitund

Tryggja öfluga hafnarvernd

Þróun mannauðs

Bæta loftgæði í kringum hafnir

Auka hlutfall umhverfisvænnar orku

Undirstefnur Faxaflóahafna styðja enn frekar við stefnuáherslur og markmið hér að ofan

FaxaportsFaxaports linkedin