Grundartangi_023Nú er unnið að all nokkrum verkefnum á Grundartanga á vegum Faxaflóahafna.
Ístak hf. hefur nýlokið við gerð vinnugarðs vegna bakkagerðar og í tengslum við það verk fór fram efnisvinnsla úr námusvæði á vestursvæðinu þar sem lóðir og götur eru undirbúnar samhliða.
Þróttur ehf. hefur með höndum tvö verk. Annars vegar yfirborðsfrágang, göngustígagerð og grassvæði og frágang svæðis við aðstöðu Faxaflóahafna. Hins vegar er verk við lóðargerð fyrir fyrirtækið Rafmiðlun hf. Þá er Loftorka Reykjavík ehf. að ljúka við endurbætur við vaktskýli, styrkingu yfirborðs og yfirlagnir malbiks þar. Malbiksverktakinn Höfði ehf. mun síðan leggja malbik í sumar m.a. yfirlagnir á hafnarbakka og götur.
Verkefni við fornleifagröft í Katanesi hefjast fljótlega en Fornleifastofnun Íslands sér um það verk. Þá er á vegum Vatnsveitufélagsins verið að ljúka frágangi við dælubúnað, lagnir og hús.
Stærsta verkefnið er síðan lenging Tangabakka um 120 metra og sér verktakinn Ísar ehf. um það verk.
Á meðfylgjandi mynd má einmitt greina fyrstu þilplötuna á leið á sinn stað í nýju þili.

FaxaportsFaxaports linkedin