Hátíð hafsins verður haldin í 19. sinn, dagana 10. og 11. júní, á Grandagarðinum. Hátíðarsvæðið nær frá Hörpu, gegnum Gömlu höfnina í Suðurbuktinni, Grandagarð og að HB Granda. Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð standa sameiginlega að framkvæmd Hátíðar hafsins 2017 og eru meginstoðir hátíðarinnar.
Hátíðin samanstendur af Hafnardeginum og Sjómannadeginum og er haldinn í þeim tilgangi að gefa fjölskyldufólki tilefni  til að heimsækja hafnarsvæðið í Reykjavík og kynnast störfum sjómanna.  Tónlist, skemmtun og veitingastaðir á svæðinu gleðja gesti og gangandi með ýmsu góðgæti. Gamla höfnin iðar einfaldlega af lífi þessa helgi.
Vert ber að nefna að í ár eru 100 ár liðin frá því að fyrsta áfanga hafnargerðar í Gömlu höfninni í Reykjavík lauk og 80 ár liðin frá því að Sjómannadagsráð var stofnað. Af því tilefni munu Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð slá upp afmælisveislu og bjóðum alla velkomna í dýrindis afmælisköku á laugardaginn milli kl. 15:00-16:00, við Grandagarð. Þar að auki fá allir krakkar frá blöðrur.  Faxaflóahafnir munu einnig bjóða upp á gönguferðir undir leiðsögn tvisvar sinnum í mánuði allt sumar, áhugasamir geta nálgast upplýsingar hér.
Frekari upplýsingar um dagskrá Hátíðar hafsins 2017, má finna á heimasíðu hátíðarinnar.
IMG_1788 IMG_1691 IMG_1597 IMG_1590 IMG_1570-2 IMG_1541 IMG_1453 IMG_1434 IMG_1432 IMG_1420 IMG_1407 IMG_1388 IMG_1340 IMG_1330 IMG_1328

IMG_1318

IMG_1268IMG_1287IMG_1286IMG_1298

FaxaportsFaxaports linkedin