Þann 31. janúar 2017 var samþykkt viðbragðsáætlun sóttvarna fyrir hafnir og skip. Sóttvarnaáætlun hafna og skipa styðst við IHR/2005, lög um almannavarnir nr. 82/2008, sóttvarnalög nr. 19/1997, auk annarra laga og reglugerða sem nefnd eru í viðauka 1. Viðbragðsáætluninni er ætlað að segja fyrir um skipulag og stjórn aðgerða í sóttvarnaaðgerðum þegar um borð í skipi vaknar grunur um atvik sem ógnað getur lýðheilsu. Skipið getur verið á leið til hafnar, staðsett í höfn eða á leið frá landinu eftir dvöl í íslenskri höfn. Viðbragðsáætlanir vegna sóttvarna eru gerðar fyrir þær hafnir landsins sem sinna alþjóðlegum skipakomum en mikilvægt er að aðgerðir sem grípa þarf til, valdi ekki ónauðsynlegri röskun á umferð og viðskiptum.
Markmið og gildissvið alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar (IHR) sem staðfest var hér á landi árið 2007 er að koma í veg fyrir eða tefja útbreiðslu sjúkdóma milli landa. Sóttvarnalæknir er lögum samkvæmt landstengiliður fyrir IHR og stýrir verkefnavinnu vegna innleiðingar reglugerðarinnar en mörg stjórnvöld koma að mismunandi þáttum málsins.
Áætlunin er vistuð á vefsíðu almannavarna, www.almannavarnir.is og vefsíðu Embættis landlæknis, www.landlaeknir.is. Áætlunin er einnig aðgengileg á vef Faxaflóahafna sf.
31414_93_preview

FaxaportsFaxaports linkedin