Ár 2017, föstudaginn 10. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Dagur B. Eggertsson
Líf Magneudóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Ólafur Adolfsson
Björgvin Helgason
Magnús Smári Snorrason
Marta Guðjónsdóttir
Varafulltrúi:
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2016 ásamt skýrslu endurskoðenda, umsögn Endurskoðunarnefndar og greinargerð hafnarstjóra. Ársreikningur Vatnsveitufélags Hvalfjarðar 2017.
Mættir á fundinn voru Sigurður Rúnar Pálsson frá KPMG, Auður M. Sigurðardóttir, fjármálastjóri Faxaflóahafna sf. og Ólafur Kristinsson formaður endurskoðunarnefndar. Lög fram greinargerð hafnarstjóra, umsögn endurskoðunarnefndar og enduskoðunarskýrsla.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi ársreikning. Ársreikningur Vatnsveitufélagsins lagður fram.
2. Bréf Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. um aðalfund félagsins föstudaginn 17. mars n.k. Ársreikningar félagsins fyrir árið 2016. Drög að skýrslu stjórnar.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum.
3. Tilnefning tveggja fulltrúa í forvalsnefnd vegna samkeppni um listaverk og þriggja fulltrúa í dómnefnd.
Hafnarstjóra falið að tilkynna SÍM tilnefningu tveggja fulltrúa í forvalsnefnd. Hafnarstjórn samþykkir að skipa Líf Magneudóttur (formaður), Hildi Gunnlaugsdóttur og Ólöfu Nordal í dómnefnd verkefnisins. Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi verði til ráðgjafar við framkvæmd verkefnisins.
4. Lóðamál Sævarhöfða 33.
Hafnarstjóri greindi frá viðræðum við Reykjavíkurborg um stöðu mála á Sævarhöfða 33.
5. Gjaldskrármál.
Hafnarstjóri fór yfir atriði varðandi innheimtu bryggju- og lestargjalda.
6. Erindi Akraneskaupstaðar dags. 6.3. þar sem erindi LIBRA lögmanna ehf. dags. 14.2.2017 er framsent Faxaflóahöfnum sf., en þar er óskað eftir upplýsingum og gögnum vegna sölu lands Faxaflóahafna sf. í Geldinganesi og Gufunesi til Reykjavíkurborgar.
Hafnarstjóra falið að svara erindinu.
7. Viti við Sæbraut. Minnisblað frá Umhverfis- og skipulagssviði ásamt niðurstöðu umhverfis- og skipulagsráðs þann 8. 12.2017.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að ræða við skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar um framkvæmd verkefnisins og skiptingu kostnaðar.
8. Drög að samkomulagi Faxaflóahafna sf. við Slysavarnafélagið Landsbjörg, Björgunarbátasjóð Reykjavíkur, Björgunarsveitina Ársæll, Björgunarsveitina Kjöl, Björgunarfélag Akraness og Björgunarsveitin Brák um stuðning og samstarf.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn.
9. Landnotkunarskilmálar í miðborgarkjarna. Erindi til umsagnar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skilmála.
10. Bréf Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð dags. 14.2.2017 vegna ályktunar um umhverfisstefnu Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjóra falið að svara erindunum.
11. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Fasteignamarkaðarins ehf. dags. 8. febrúar 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Fiskislóð 45 fastanr. 231-2210. Kaupandi AVP ehf., kt. 510309-0730. Seljandi Ragnar Þórisson.
b. Erindi Fasteignamarkaðarins dags. 8. febrúar 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Fiskislóð 45 fastanr. 231-2210. Kaupandi Elva Ósk Ólafsdóttir kt. 240864-3639. Seljandi AVP ehf., kt. 510309-0730.
c. Erindi Eignamiðlunar dags. 8. febrúar 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta í Eyjarslóð 9 fastanr. 200-0087. Kaupandi Fossar ehf., kt. 511193-2149. Seljandi Ívar Gissurarson kt. 230453-3229 og Steingrímur Steinþórsson kt. 150151-3339.
d. Erindi Eignamiðlunar dags. 8. febrúar 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Eyjarslóð 9 fastanr. 224-7089. Kaupandi T8 kt. 520614-0280. Seljandi Hífandi ehf. kt. 570108-1310.
e. Erindi Eignamiðlunar ehf. dags. 22. Febrúar 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Eyjarslóð 7 fastanr. 200-0091. Kaupandi Efniviður ehf., kt. 680704-2950. Seljandi Hífandi ehf., kt. 570108-1310.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemi falli innan ramma lóðarleigusamnings og deiliskipulags. ÓA situr hjá við afgreiðslu liða a og b.
12. Bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. febrúar 2017, varðandi tillögu að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag Bryggjuhverfis vestur- svæði 4.
Lagt fram.
13. Önnur mál.
Hafnarstjóri greindi frá því að undirrituð hefði verið yfirlýsing Artic commitment um bann við notkun svartolíu í Norðurhöfum. Yfirlýsingin er í samræmi við stefnu og samþykkt Faxaflóahafna sf. í loftslagsmálum.
Skýrsla um starfsemi og skipulag á Grundartanga lögð fram.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:15