Skýrsla fjallar um öldufar og viðleguskilyrði fyrir skip í Sundahöfn og er unnin af Sigurði Sigurðarsyni og Ingunni Jónsdóttur á Siglingasviði Vegagerðar fyrir Faxaflóahafnir sf.

Capture
Farið er yfir öldufar og öldureikninga fyrir Faxaflóa og Sundin og áhrif öldu skoðuð á Sundahöfn á ýmsum byggingarstigum. Reiknaðar öldur eru bornar saman við sérstök veður og viðleguskilyrði skipa skoðuð. Markmiðið er að skoða hvaða kostir eru fyrir hendi við þróun og upp byggingu Sundahafnar til að tryggja skipum sem best viðleguskilyrði, draga úr hreyfingum þeirra og tryggja vinnuskilyrði við losun og lestun þeirra. Safnað hefur verið ýmsum nýjum upplýsingum um öldureikninga, hvaða viðmiðanir og forsendur gilda um viðleguskilyrði skipa erlendis, búnað til að draga úr hreyfingum skipa í höfn o.fl. Markmið skýrslunnar var að taka saman upplýsingar um fyrri rannsóknir á öldufari fyrir Sundahöfn, bera saman við raun upplýsingar um sérstök veðurtilfelli og túlka reynsluna. Þessar upplýsingar hafa verið hafðar til hliðsjónar við undirbúning að bakkagerð á nýjum hafnarbakka utan Klepps og þær gefa tilefni til að álykta að hafnaraðstaða og viðleguskilyrði verði góð í framtíðinni.
Með því að smella á link hér að neðan þá er hægt að lesa alla skýrsluna.
Öldufar á Sundunum-Lokaútgáfa

FaxaportsFaxaports linkedin