Á árinu 2017 er miðað við að byggður verður 2. áfangi Norðurgarðs, sem er hafnarbakki fyrir HB Granda.  Fyrsti áfangi Norðurgarðs var byggður á árunum 2004-2005, þar sem að ný frystigeymsla HB Granda stendur. Nú er komið að því að byggja nýjan hafnarbakka fyrir framan frystigeymslu þeirra. Undirbúningsframkvæmdum að bakkagerð, sem eru dýpkun og gröftur á efnisskiptaskurði, eru í gangi þessa dagana.  Kaup á stáliþili hefur verið boðin út og miðað er við að efnið komi í byrjun árs 2017 en samhliða því hefst bygging hafnarbakkans. Áætlað er að byggingarverki, frágangi á veitukerfum og búnaði bakkans muni ljúka á árunum 2018.
image

FaxaportsFaxaports linkedin