Frá því síðasta vetur hafa staðið yfir framkvæmdir við Borgarneshöfn. Byrjað var á því að dýptarmæla svæðið við og utan við höfnina. Síðan voru unnin dýptarkort til að Faxaflóahafnir hafi upplýsingar um dýpi við og utan hafnarinnar til að hægt verði að fylgjast með breytingum á milli ára. Áform eru um að fylgjast betur með þessari þróun enda er ljóst að aðstæður við höfnina eru erfiðar, því er nauðsynlegt að fylgjast vel með breytingum á dýpi og hve dýpkun við bryggjuþil endist lengi.
Faxaflóahafnir tóku ákvörðun um að láta dýpka meðfram bryggjunni sl. vetur til að ná ákveðnu dýpi. Þetta skapaði aðstæður til að setja upp nýja 40 metra flotbryggja (samsett úr tveimur 20 metra einingum) og öflugan landgang til að bæta aðstöðu fyrir smábáta. Það má segja að hér sé um ákveðna tilraun að ræða og verður tíminn að leiða í ljós hvernig til tekst. Þessa stundina er verið að vinna að frágangi við höfnina og eru áætluð verklok á næstu dögum.
Hér að neðan má sjá myndir frá framkvæmdunum: