Þriðjudaginn 5. júlí 2016, sigldi glæsileg snekkja að nafni Galileo G til Reykjavíkur. Snekkjan var smíðuð árið 2011 og er 726 tonn. Lengd snekkjunnar er 55,7 m. að lengd og 10.39 m. að breidd. Áætlaður viðkomutími Galileo G. á Íslandi er 2 vikur, en að þeim tíma loknum mun snekkjan halda í leiðangur til Grænlands.
Við hjá Faxaflóahöfnum bjóðum áhöfn Galileo G.hjartanlega velkomin í höfnina okkar.
Ljósmynd: Pétur Kristjánsson, starfsmaður Faxaflóahafna.