Á laugardaginn síðastliðinn, 14. maí, kom glæsileg snekkja til Reykjavíkur. Snekkjan kallast „Yact A“ og er í eigu rússneska auðkýfingsins Andrey Melnichenko. Snekkjan er 5959 brúttótonn og telur áhöfn upp á 40 manns.
Starfsmaður Faxaflóahafna, Kristjana Óladóttir, náði einstakri mynd af snekkjunni þar sem hún lá á akkeri 400 metrum frá Sæbrautinni. Það vill svo skemmtilega til að koma þriðja stærsta skemmtiferðaskips sumarsins náðist einnig á sömu mynd, sem og smærsti dráttarbátur Faxaflóahafna, Þjótur.