Í vikunni, nánar tiltekið þriðjudaginn 10. maí, tóku Faxaflóahafnir vel á móti stærsta víkingaskipi í heimi, Draken Harald Hårfagre.  Víkingaskipið var byggt á árunum 2010-2012, í Haugasundi, Noregi. Skipið er 35 m. langt, 8 m. breitt og með djúpristu upp á 2,5 m. Mastur skipsins er 24 m. og seglið er 260 fm2.  Áhöfn skipsins telur 33 einstaklinga.
Faxaflóahafnir ásamt Höfuðborgarstofu og Gáru, fengu hina ýmsu aðila með sér í lið til að taka á móti skipinu. Víkingaklúbburinn Einherjar mættu á svæðið í víkingaklæðum og settu upp víkingatjald. Reykjavík Viking Adventure, staðsettu sinn víkingabát rétt hjá Draken Harald Hårfagre til sýnis.  Okkarbakari fékk Árna Þorvarðarson bakarameistara til að baka súkkulaðiköku sem leit út eins og víkingaskip.  Það er ekki annað hægt að segja en að súkkulaðikakan hafi verið hreint meistaraverk enda var hún 180 cm að lengd og 60 cm að breidd.  Vífilfell bauð upp á drykkjarföng.  Kórinn Linköpings Studentsångare frá Svíþjóð flutti síðan nokkur lög. Faxaflóahafnir vill nota tækifærið og þakka öllum þessum ofangreindu aðilum kærlega fyrir sitt framlag.
Draken Harald Hårfagre hefur nú framlegt dvöl sinni á Íslandi til annars í hvítasunnu, þ.e. 16. maí.  Áhöfn skipsins ætlar að hafa víkingaskipið opið á sunnudaginn 15. maí fyrir almenningi, milli klukkan 14:00-16:00.
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá móttöku Draken Harald Hårfagre:

IMG_0914  IMG_0918  IMG_0919    IMG_0921IMG_0927

IMG_0928IMG_0932  IMG_0936  IMG_0938  IMG_0945IMG_0947  IMG_0953

FaxaportsFaxaports linkedin