Á morgun, þriðjudaginn 10. maí kl. 14:00, er von á stærsta víkingaskipi í heimi, Draken Harald Hårfagre, til Reykjavíkur. Við hjá Faxaflóahöfnum munum taka vel á móti víkingaskipinu, en það mun hafa viðlegu í Vesturbugt sem er bryggjusvæðið við Sjóminjasafnið. Skipið verður síðan fært yfir á Austurbugt, sem er bryggjusvæðið við ráðstefnu- og tónlistarhúsið Hörpu.  Víkingaskipið mun hafa viðdvöl á Íslandi í 2-3 daga.  Á þessu tímabíli mun skipið vera opið almenningi milli 16:00-18:00.
Víkingaskipið var byggt á árunum 2010-2012, í Haugasundi, Noregi. Skipið er 35 m. langt, 8 m. breitt og með djúpristu upp á 2,5 m. Mastur skipsins er 24 m. og seglið er 260 fm2.  Venjulegur siglingarhraði víkingaskipsins er 8-10 hnútar á klukkustund en hraðast hefur það siglt 14 hnúta á klukkustund. Áhöfn skipsins telur 33 einstaklinga. Víkingaskipið er að fara ævafornar víkingaslóðir þar sem siglt er meðfram Hjaltlandseyjum, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi. Frá Grænlandi er förinni síðan heitið til Kanada og Bandaríkjanna.
Allt frá því að Draken Harald Hårfagre lagði af stað frá Noregi, þá hefur ferðin verið vægast sagt ævintýraleg. Mastur brotnaði á leiðinni frá Noregi til Hjaltlandseyja og þurfti víkingaskipið að hafa nokkra daga viðdvöl í Hjaltlandseyjum. Þegar búið var að gera við mastrið, þá var ferð heitið til Íslands en mikil bræla var á leiðinni og því þurfti skipið að hafa nokkra daga viðkomu í Færeyjum.
Hægt er að fylgjast með ferð skipsins á vefsíðu þess.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá ferðinni, sem teknar eru af Facebook síðu Draken Harald Hårfagre:
13055056_1237641166265036_3883688769248226245_o
13062980_1239585506070602_7497154407570989621_o
13116303_1244160755613077_8106073178008079150_o
13147595_1242746495754503_6804253677490783809_o
.

FaxaportsFaxaports linkedin