Ár 2016, föstudaginn 22. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Líf Magneudóttir
S. Björn Blöndal
Þórlaug Ágústsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
Ólafur Adolfsson
Björgvin Helgason
Jónína Erna Arnardóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Ragnar Eggertsson
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Erindi borgarráðs, dags. 8.1.2016, um tilnefningu fulltrúa í eigendanefnd Faxaflóahafna sf. vegna eigendastefnu Faxaflóahafna sf.
Lagt fram.
2. Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 18.12.2015, um ákvörðun vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Norðurál Grundartanga ehf.
Lagt fram.
3. Bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 13.1.2016, varðandi ljósmælingar á Grundartangahöfn.
Lagt fram.
4. Bréf Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar, dags.18. janúar 2016, vegna samnings um vatnstökurétt í landi Hlíðarfótar í Svínadal í Hvalfjarðarsveit.
Fyrir liggur að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt samninginn. Stjórnin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
5. Matsskyldufyrirspurn VSÓ Ráðgjafar ehf. vegna breytingar á úrgangsferli GMR endurvinnslunnar ehf. á Grundartanga, dags. í nóvember 2015.
Faxaflóahafnir sf. telja mikilvægt að allar nauðsynlegar upplýsingar förgunar úrgangsefna GMR endurvinnslu ehf. á Grundartanga liggi fyrir áður en afstaða er tekin til þess hvort umrædd förgun verður heimiluð. Þá er mikilvægt að frágangur á lóð fyrirtækisins uppfylli skilyrði starfsleyfis. Því mælir hafnarstjórn með því að upplýsingar í fyrirspurn fyrirtækisins verði staðfestar og á þeim grundvelli metið hvort efni standi til að förgun úrgangs frá fyrirtækinu sæti umhverfismati.
6. Erindi ASK arkitekta f.h. Festi fasteigna ehf., dags. 11.12.2015, um breytingu á deiliskipulagi lóðar að Fiskislóð 15-21 þar sem gert verði ráð fyrir fjölorkustöð. Afstöðumynd
Leyfi fyrir umbeðinni starfsemi er háð samþykki umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Faxaflóahafnir sf. munu taka afstöðu til erindisins þegar sú ákvörðun liggur fyrir.
7. Skýrslur Aðgengis ehf. um úttekt á aðgengi á gönguleiðum í Gömlu höfninni í Reykjavík. Minnisblað forstöðumanns rekstrardeildar, dags. 15.12.2015.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að fylgja eftir framkvæmdum sem gerð er tillaga um í skýrslunum.
8. Málefni Silicor.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
9. Lóðamál.
a. Umsókn E.T. ehf., dags. 4.12.2015, um lóð við Sægarða í Sundahöfn.
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti á fundi sínum þann 14. september s.l. að vinna heildartillögu að framtíðarskipulagi hafnarsvæða fyrirtækisins, tillögurnar verði unnar með það að markmiði að mynda grunn fyrir aðalskipulag svæðanna. Þar meðtalið er svæðið utan Klepps. Á meðan unnið verður að þessum tillögum verður því ekki unnt að úthluta lóðum á svæðinu.
b. Erindi Klettagarða 12 ehf., dags. 7.1.2015, um gerð nýs lóðarleigusamnings um Klettagarða 12.
Hafnarstjórn getur fallist á endurnýjun lóðarleigusamningsins og felur hafnarstjóra að vinna að málinu.
10. Umsóknir um lóðirnar nr. 37A og Fiskislóð 41:
a. Upplýsingar Skeljungs hf. um uppbyggingu á lóðinni Fiskislóð 41.
b. Upplýsingar Brimrúnar ehf. um byggingar á lóðinni Fiskislóð 37A.
c. Upplýsingar Reir ehf. um byggingar á lóðinni Fiskislóð 37A og nr. 41 til vara.
d. Umsókn Mid Atlantic Sim Center ehf. um lóðina nr. 37A við Fiskislóð og upplýsingar um fyrirhuguð mannvirki á lóðinni.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að gera lóðagjaldasamninga um ofangreindar lóðir við Skeljung hf. og Brimrúnu ehf.
11. Forkaupsréttarmál.
a. Erindi Líflands ehf., dags. 17. desember 2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Brúarvogi 1-3 fastanr. 230-9730. Kaupandi Reginn atvinnuhúsnæði ehf., kt. 521009-1010. Seljandi Lífland ehf., kt. 501075-0519.
b. Erindi Fasteignamarkaðarins ehf. dags. 22. .1.2016 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta í húsinu nr. 9 við Eyjarslóð, fastanr. 221-7920. Seljandi: Ísar ehf. kt. 421000-2630. Kaupandi Reir ehf. kt. 550305-0380.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti enda verði starfsemin innan ramma deiliskipulags og ákvæða lóðarleigusamnings.
c. Erindi Lindbergs ehf., dags. 15.12.2015, þar sem óskað er eftir að fallið verði frá forkaupsrétti vegna fyrirhugaðra kaupa fyrirtækisins Landbergs ehf. á fasteignunum Fiskislóð 19-32 og ósk um framsal samkomulags Lindbergs ehf. og Faxaflóahafna sf. um geymslusvæði til Landbergs ehf.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti eignanna enda verði starfsemin innan ramma deiliskipulags og ákvæða lóðarleigusamninga. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við Landberg ehf. um gerð nýs samkomulags um geymslusvæðið, sem komi í stað þess samkomulags sem gert var árið 2007 við Lindberg ehf.
12. Önnur mál.
BH nefndi málefni Þróunarfélags Vesturlands.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:00.