Nú er verið að ná þeim tveimur bátum upp, sem sukku í nótt.  Glaður er þegar kominn upp á bryggju eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.  Aðgerðir vegna Sæmundar Fróða fara af stað í kjölfarið eða í fyrramálið.  Ljóst er að talsvert tjón hefur orðið á flotbryggjunum í Suðurbugt og „brimbrjótnum“ við Ægisgarð og verður farið í nánari skoðun og viðgerðir við fyrsta tækifæri.  Glaður
Þó svo að mesta storminn hafi lægt er enn nokkur vindur og því mikilvægt að bátaeigendur hugi að bindingum.
Ef vafi er um einhver atriði þá er símanúmer hafnsögunnar hér:  6608930 eða 5258930.
Þá er að auki bent á veðurvef Faxaflóahafna sf.:
http://vedur.mogt.is/harbor/?action=Stations&harborid=1&stationid=1004

FaxaportsFaxaports linkedin