Hafist var handa við að dæla úr Perlu upp úr hádegi í dag eftir að verkefnið hafði verið undirbúið síðustu daga.
Framan af degi gekk verkefnið hægar en gert hafði verið ráð fyrir – aðallega vegna norðanstinnings sem seinkaði aðgerðum.
Þegar leið á daginn gekk dæling úr Perlu vel og skipið lyftist allnokkuð. Vandasamt reyndist að halda stöðugleika skipsins – en undirbúningur þeirra sem stýrðu aðgerðinni var vandaður og er skipið nú „þurrausið“ og á floti.
Staðan er því sú að verið er að ljúka aðgerðum við Ægisgarð. Engin olía hefur lekið frá skipinu frá því að það sökk.
Framhald málsins er nú í höndum rannsóknaraðila (lögreglu og rannsóknarnefndar sjóslysa) og tryggingafélags Björgunar hvernig haldið verður á málum varðandi skipi sjálft.
Ástæða er til að þakka þeim sem komu að verkefninu fyrir gott samstarf og einurð í að leysa þennan þátt verkefnisins – sem er um margt flókinn og erfiður þeim sem mest á mæddi.