Lenging TangabakkaNú á haustmánuðum er verið að vinna í að ganga frá baksvæði 3. áfanga hafnarbakka á Grundartanga.
Vinnu við sjálfan hafnarbakkann, sem er 124 metra lenging Tangabakka, lauk að mestu í lok sumars en nú er unnið að því að ganga frá yfirborði og lögnum auk þess sem komið verður fyrir þybbum á stálþilið.
Stór hluti þessa verksins er lagning og frágangur á regnvatnsútrásum sem tengdar eru við eldri lagnir og tengjast þær lögnum sem liggja út í gegn um þilið. Þetta er nokkuð umfangsmikið verk en inn á þessa megin regnvatnsútrás tengast lagnir frá lóðum sem eru á vestursvæði athafnasvæðisins á Grundartaga, auk hafnarsvæðisins sjálfs.
Samhliða þessu eru unnir undirbúningsverkþættir vegna aðstöðu Eimskips með nýja hafnarkranann og framtíðarlöndunarbúnað Líflands ehf.. Þessu fylgja því landfyllingar og einnig verður gengið frá rafmagnslögnum og lýsingu.
Áformað er að þessum verkum verði lokið um miðjan janúar 2016 og þá verði hægt að taka þennan nýjasta hluta hafnarbakkanns í notkun.

FaxaportsFaxaports linkedin