Í gær, 19. október, landaði togarinn Brimnes, frá útgerðarfélaginu Brimi, 417 tonnum af karfa og gulllaxi. Aflinn var fenginn á milli Grænlands og Íslands. Landað var úr skipinu allan daginn og lagt í hann aftur að kvöldi.
Í síðastliðinni viku landaði Guðmundur í Nesi 360 tonnum og Kleifarberg 156 tonnum á Skarfabakka.