Ár 2015, föstudaginn 16. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 08:30.
Mættir:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Líf Magneudóttir
S. Björn Blöndal
Þórlaug Ágústsdóttir
Ólafur Adolfsson
Jónína Erna Arnardóttir
Varafulltrúar:
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Hildur Sverrisdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Ragnar Eggertsson
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Umhverfisfrágangur á Grandagarði – umferðarmál o.fl.
Aðstoðarhafnarstjóri gerði grein fyrir þeirri tillögu sem liggur fyrir.
2. Endurskoðun, endurskoðunarnefnd og innri endurskoðun.
Formaður greindi frá stöðu málsins.
3. Skýrsla Landsbúnaðarháskóla Íslands, dags. í september 2015 um niðurstöður vöktunar á gerlamengun í höfnum Faxaflóahafna fyrir árið 2014.
Farið var yfir efni skýrslunnar og samþykkt að senda hana heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og heilbrigðiseftirliti Vesturlands til kynningar.
4. Erindi Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð, dags. 8.10.2015, varðandi boð um að standa að sameiginlegri yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum.
Stjórnin felur hafnarstjóra að undirrita yfirlýsinguna.
5. Samantekt varðandi erindi Þorgeirs & Ellerts hf. um framkvæmdir í Lambhúsasundi.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að senda samantektina til Akraneskaupstaðar og Þorgeirs & Ellerts hf.
6. Auglýst deiliskipulag lóðar Norðuráls ehf. á Grundartanga og drög að stafsleyfi. (umhverfisskýrsla)
Hafnarstjóra falið að gera tillögu að umsögn um breytingu á deiliskipulag og starfsleyfi.
7. Starf markaðs- og gæðastjóra.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir umsóknum um starfið og stöðu málsins.
8. Lóðamál.
a. Samantekt hafnarstjóra, dags. 21.9.2015, um stöðu lóðamála Hringrásar ehf. á Klettagörðum 7 og Klettagörðum 9.
b. Erindi Stefáns Karls Stefánssonar f.h. óstofnaðs hlutafélags, dags. 12.10.2015, um lóð við Fiskislóð fyrir gáma undir grænmetisframleiðslu.
Stjórn Faxaflóahafna sf. felur hafnarstjóra að senda lóðarhafa nr. 7 við Klettagarða bréf og óska eftir áætlun um framkvæmdir á lóðinni í samræmi við skipulag með þeim fyrirvara að lóðin verði innkölluð ef ekki verður af framkvæmdum innan ásættanlegs tíma. Samþykkt að ræða frekar á næsta fundi lóðamál Klettagarða 9.
9. Forkaupsréttarmál.
a. Erindi Fasteignasölunnar Nýs heimilis ehf., dags. 14. september 2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Grandagarði 13 fastanr. 200-0175. Kaupandi Sjónlag hf. kt. 451101-2770. Seljandi Ólafur Pálsson, kt. 050541-4609.
b. Erindi Ásbyrgi fasteignasölu ehf., dags. 6. október 2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 47 fastanr. 222-1407. Kaupandi Hafgæði sf. kt. 510990-1539. Seljandi Stálsmiðjan-Framtak ehf. kt. 430801-2520.
Stjórnin staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreindra eigna með venjulegum fyrirvara um að starfsemi á lóðunum sé í samræmi við lóðaleigusamninga og deiliskipulag. OA vék af fundi.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:10