Skjaldaskipti_Costa_Fortuna900Þegar skemmtiferðaskip kemur í sína fyrstu ferð til Reykjavíkur afhenda stjórnendur hafnarinnar skipstjóra skjöld í tilefni heimsóknarinnar. Þetta er viðtekin siður í flestum höfnum heimsins og smám saman eignast skipið mikið safn af skjöldum sem endurspeglar hversu víða skipið hefur farið. Á móti fá hafnaryfirvöld skjöld, eða líkan af viðkomandi skipi,  og hjá Faxaflóahöfnum er orðið til nokkuð myndarlegt safn slíkra muna.
Skjöldurinn sem Faxaflóahafnir sf. afhenda er gerður út grátrýti og grafið í hann nafn skipsins, dagsetning og að sjálfsögðu nafn hafnarinnar.
Nýlega kom skemmtiferðaskipið Costa Fortuna til Reykjavíkur í sína fyrstu ferð og var skipstjóra afhendur skjöldur. Það eru þeir Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögumaður og Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri sem afhenda skipstjóranum  Gianfranco La Fauci skjöldinn.

FaxaportsFaxaports linkedin