Xue Heng, aðstoðarhéraðsstjóri Liaoninghéraðs afhendir Jóni Þorvaldssyni, aðstoðarhafnarstjóra, gjöf

Xue Heng, aðstoðarhéraðsstjóri Liaoninghéraðs afhendir Jóni Þorvaldssyni, aðstoðarhafnarstjóra, gjöf


Í dag heimsóttu fulltrúar frá Liaoning héraði í Kína Faxaflóahafnir. Sendinefndin kemur frá samgönguráðuneyti héraðsins en einhver stærsta höfn landsins er í Liaoning. Héraðið telur 42 milljónir íbúa og er staðsett í norð austur Kína.
Sendinefndin hefur mikin áhuga á að skoða Norð Vestur leiðina, Kína norður fyrir Rússland og til Evrópu, enda liggja þeirra flutningahagsmunir í þessari leið þegar og ef leiðin opnast. Xue Heng, aðstoðarhéraðsstjóri í Liaoning, lagði áherslu á að Norð Vestur leiðin væri liður í því að opna Kína til vesturs, sem væri liður í utanríkisstefnu Kína, og bað um samvinnu og stuðning við þessi mikilvægu stefnumál héraðsins.

FaxaportsFaxaports linkedin