Ár 2015, föstudaginn 10. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir

S. Björn Blöndal

Þórlaug Ágústsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Björgvin Helgason

Jónína Erna Arnardóttir

Varafulltrúi:

Einar Brandsson

Áheyrnarfulltrúi:

Sigurður Ólafsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Lóðarsamningur, lóðarleigusamningur og hafnasamningur við Silicor Materials.
Yfirferð samninga með Magnúsi Baldurssyni, hrl. og Jóhannesi Karli Sveinssyni, hrl.
Hafnarstjóri ásamt þeim Magnúsi Baldurssyni, hrl. og Jóhannesi Karli Sveinssyni, hrl. fóru yfir efni fyrirliggjandi samninga. Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir samningana fyrir sitt leyti og heimilar hafnarstjóra að undirrita þá.
2. Aðalfundur Faxaflóahafna sf. og drög að ársskýrslu fyrir árið 2014.
Samþykkt að boða til aðalfundar Faxaflóahafna sf. í Hafnarhúsinu föstudaginn 29. maí kl. 15:00.
3. Frumtillögur að umfangi landfyllinga við lóð HB Granda hf. á Akranesi.
Hafnarstjóra falið að kynna tillögurnar fyrir HB Granda hf. og Akraneskaupstað.
4. Bréf Endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. 11.3.2015, varðandi ársreikning Faxaflóahafna sf. árið 2014 o.fl.
Lagt fram.
5. Bréf borgarráðs Reykjavíkur, dags. 30.3.2015, varðandi uppbyggingu nýs vita við Sæbraut.
Lagt fram.
6. Svar forstöðumanns rekstrardeildar, dags. 8.4.2015, vegna fyrirspurnar á fundi stjórnar Faxaflóahafna sf. þann 13.3.2015 um öryggi vegfarenda á hafnarsvæðum.
Lagt fram.
7. Bréf bæjarráðs Akraneskaupstaðar, dags. 27.3.2015, Hvalfjarðarsveitar, dags. 25.3.2015 og Borgarbyggðar, dags. 27.3.2015, um tilnefningu fulltrúa í starfshóp um stofnun Þróunarfélags á Grundartanga.
Bréfin lögð fram.
8. Lóðamál.

a. Erindi GMR endurvinnslunnar ehf., dags. 19.2.2015, varðandi yfirtöku á lóðinni Tangavegur 3, Grundartanga í eigu Járn og Blikk ehf.

b. Umsókn Móabyggðar ehf., dags. 17.3.2015, um lóðina Hólmaslóð 1 í Örfirisey.

c. Umsókn Sætopps ehf., dags. 26.3.2015, um lóðirnar Fiskislóð 37B og 37Cí Örfirisey.

d. Umsókn Diddubáta, útgerðar ehf., dags. 1.4.2015, um lóðina Fiskislóð 41.

e. Erindi Mannverks ehf., dags. 8.4.2015, varðandi samstarf um nýtt deiliskipulag fyrir Fiskislóð 33-43.

f. Tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 12 við Kjalarvog.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við fulltrúa GMR.
Hafnarstjórn getur að svo stöddu ekki orðið við úthlutun á lóðunum Hólmaslóð 1, Hólmaslóð 37B og 37C í Örfirisey, en felur hafnarstjóra að láta skoða skipulagsskilmála lóðanna í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Erindi Mannverks ehf. frestað þar til skoðun á skipulagsskilmálum svæðisins liggur fyrir.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 12 við Kjalarvog.
9. Forkaupsréttarmál.

a. Erindi Lögvits ehf. lögfræðistofu, dags. 18.3.2015, varðandi beiðni um að

fallið verði frá forkaupsrétti á Hólmaslóð 2 og 4 fastanr. 226-1527, 226-1528, 226-1529, 227-0962, 221-3282, 221-3284, 221-3286, 221-3287, 221-3288, 228-1465 og 200-0093. Kaupandi Ósvör ehf. kt. 621287-1689. Seljandi Potter ehf. kt. 621210-0250.

b. Erindi Eikar fasteignafélags hf., dags. 17. mars 2015, varðandi beiðni um að fallið ferði frá forkaupsrétti á Kjalarvogi 14 fastanr. 225-6697. Kaupandi Eik fasteignafélag hf. kt. 590902-3730. Seljandi Lýsing hf. kt. 681101-2420.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreindra lóða með venjulegum fyrirvara um að starfsemin falli að lóðarleigusamningi og deiliskipulagi.
10. Drög að samkomulagi Faxaflóahafna sf. og Hvalfjarðarsveitar varðandi lóðamál o.fl.
Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið og heimilar hafnarstjóra að undirrita það.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30

FaxaportsFaxaports linkedin