Togarar_vefur
Á Þorláksmessu koma flest fiskiskip til hafnar og verður þá oft þröng á þingi í höfninni. Á Miðbakkanum í dag eru þrjú skip frá Útgerðarfyrirtækjunum Brim hf. og HB Granda hf. og  togararnir eru að týnast inn. Vigri kom til Reykjavíkur í fyrradag og liggur við Grandabryggju í Vesturhöfninni. Nokkur flutningaskip eru svo væntanleg á Grundartanga og til Reykjavíkur á Jóladag og annan í jólum.
Von er á tveimur varðskipum danska flotans milli jóla og nýárs og munu þau liggja á Ægisgarði fram á nýtt ár. Í Sundahöfn eru flutningsskip Eimskips og Samskips að koma og fara en óvenju vont veður hefur verið á Atlantshafinu á jólaföstunni og því hafa áætlanir breyst verulega, sem kemur sér illa þegar verið er að flytja jólavöruna.
Á aðfangadag færist kyrrð yfir hafnarsvæðin og jólaljós  skipanna spegla boðskap hátíðarinnar.

FaxaportsFaxaports linkedin