Í dag var undirrituð viljayfirlýsing Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar, Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar, Kjósarhrepps, Skorradalshrepps og Faxaflóahafna sf. um stofnun samstarfsvettvangs á Grundartanga. Allir þessir aðilar eru hagsmunaaðilar um þróun og framtíðarsýn Grundartangasvæðisins. Gert er ráð fyrir að samstarfið geti verið ráðgefandi fyrir Hvalfjarðarsveit, sem fer með skipulagsvald á svæðinu, um umhverfismál og æskilega forgangsröðun hvers konar starfsemi henti sem viðbót við núverandi starfsemi.
Um undirritun viljayfirlýsingarinnar lýsa aðilar yfir vilja til samstarfs á sviði umhverfismála, mótun framtíðarsýnar, upplýsinga um lýðfræði og aðrar tölulegar upplýsingar um svæðið með það að markmiði að vera leiðandi í umhverfismálum, upplýsingagjöf um svæðið o.fl.
Nú munu aðilar viljayfirlýsingarinnar hefja undirbúning að því að stofna samstarfsvettvanginn formlega og í framhaldi vinnu við að ná þeim markmiðum sem sett eru fram í yfirlýsingunni.