Um 110 manns komu á málþing Faxaflóahafna sf. með notendum, en málþingið var haldið í Hörpu. Að loknum ávörpum Kristínar Soffíu Jónsdóttur, formanns stjórnar Faxaflóahafna sf., Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra, Bergþóru Bergsdóttur, Davíðs Stefánssonar og Davíðs Samúelssonar voru fyrirspurnir úr sal.
M.a. var spurt um fyrirhugaða uppbyggingu Silicor á Grundartanga, aðstöðu haftengdrar ferðaþjónustu í Suður- og Vesturbugt, skipulagsmál á Kassagerðarreit svo dæmi séu nefnd.
Málþingið var í alla staði upplýsandi og fræðandi og þátttakendur ánægðir með það sem fram kom hjá frummælendum.