IMG_0386Bestu þakkir til allra þeirra sem komu að undirbúningi og vinnu á básnum okkar á sjávarútvegssýningunni 2014.
Bás Faxaflóahafna vakti athygli, enda heimasmíðaður og hannaður af starfsmönnum Bækistöðvar og Hafnsögu og greinilegt að þar réð fjörugt og ríkt ímyndunarafl ríkjum.
Sjávarútvegssýningin var verkefni þar sem allir starfsmenn tóku þátt, ýmist með því að leggja básnum lið eða með því að heimsækja sýninguna og sækja nýjar upplýsingar um tækni og tól og uppfæra sjálfan sig.
Eftir því var einnig tekið að á básnum var eingögnu kynnt íslensk framleiðsla úr hafinu; síld, markríll og þorsklifur ásamt íslensku öli og snafsi og á Íslandi í dag er þetta flokkað sem samfélagsleg ábyrgð.
Höldum áfram að gera góða hluti saman!

FaxaportsFaxaports linkedin