Stjórn Faxaflóahafna sf. og nokkrir starfsmenn fyrirtækisins fóru í gær í skoðunarferð um hafnarsvæði Faxaflóahafna sf. Ferðin byrjaði í Gömlu höfninni þar sem litið var inn í Sjávarklasann, en síðan var haldið inn í Sundahöfn, á Grundartanga og endað á Akranesi, en Borgarnes bíður betri tíma.
Í ferðinni var farið yfir helstu verkefni Faxaflóahafna sf. til skemmri og lengri tíma og rætt um ýmis þróunarmál á hafnarsvæðunum. Í lok ferðar var fundað með bæjarstjóranum á Akranesi og starfsmönnum bæjarins um verkefni og þróun mála á Akranesi.
Akranes

FaxaportsFaxaports linkedin