Sunnudaginn 17. ágúst kom til hafnar í Reykjavík nýtt skip Eimskipafélags Íslands og ber skipið nafnið Lagarfoss, sem er sjöunda skip félagsins með því nafni, en sá fyrsti var í eigu félagsins frá árinu 1917 til 1949.   Copy of IMG_0280
Skipið var smíðað í Kína, en burðargeta skips­ins er 12.200 tonn. Það er 140,7 metr­ar á lengd og 23,2 metr­ar á breidd.  Skipið er búið öfl­ug­um skut- og bóg­skrúf­um og er sérstaklega styrkt fyr­ir ís­sigl­ing­ar, með ísklassa 1A, auk þess að vera með tengla fyr­ir 230 frystigáma.
Nú eru tæp 100 ár síðan Eimskipafélagið lagði fyrsta skipi sínu að bryggju í Reykjavík, en þann 15. apríl árið 1915 kom fyrsta skip félagsins, Gullfoss, til hafnar í Reykjavík.
Lagarfoss lagðist að Miðbakkanum í Reykjavík en áratugir eru síðan gámaskip félagsins komu í Gömlu höfnina, en fyrirtækið flutti starfsemi sína í Sundahöfn árið 1968.
Copy of IMG_0293

FaxaportsFaxaports linkedin