IMG_0135
Fimmtudaginn 3. júlí, komu yfirmenn frá hafnaryfirvöldum í Shenzhen-höfn í Kína í heimsókn til Faxaflóahafna. Það var Mrs. Shi Wei, Vice Director General, Transport Commission of Shenzhen Municipality, sem fór fyrir hópnum en einnig voru með í för tveir fulltrúar frá höfninni í Hong Kong.
Höfnin í Shenzhen þjónar stærsta iðnaðarsvæði Kína en um það bil 25% af öllum vöruútflutningi frá Kína fer um höfnina. Shenzhen-höfn er þriðja stærsta höfnin í heiminum miðað við umsetningu í gámum á eftir Shanghei-höfn og Singapore. Samtals fara um höfnina í Shenzhen 23 milljón gámeiningar (TEU) á ári en til samanburðar má geta þess að um höfnina í Rotterdam, Hollandi, fara 12 milljónir eininga árlega.

FaxaportsFaxaports linkedin