IMG_2427Um helgina var Hátíð hafsins haldin í 16. sinn en það eru Faxaflóahafnir sf. og Sjómannadagsráð sem standa sameiginlega að hátíðinni.
Að venju fór hátíðin fram á Grandanum og að þessu sinni voru hátíðarsvæðin fjögur; Gandagarður við Sjóminjasafnið, Suðurbugtin, HB Grandi og Harpa var einnig með dagskrá. Þrátt fyrir að veðrið væri ekki það allra besta til úti hátíðarhalda flyktist fólk á svæðið og tók virkan þátt í því sem þar var í boði.
Börnin, á öllum aldri, nutu sín í hinu svokallaða Bryggjusprelli við að smíða báta og fást við hinar ýmsu þrautir sem haganlega var búið að koma fyrir.
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, kom á skipi með 2 kóra með sér og steig á svið og braut kampavínsflösku þegar hann gaf nýju safni, sem er sett saman úr fjórum söfnum, nafnið:  Borgarsögusafn Reykjavíkur.

FaxaportsFaxaports linkedin