Síðastliðinn föstudag heimsótti starfsfólk Mosfellsbæjar hafnar- og atvinnusvæðið á Grundartanga og sá Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna sf. um leiðsögn.  Heimsóknin var vel til fundin þar sem Mosfellsbær hefur hagsmuni af uppbyggingunni á Grundartanga ekki síður en önnur sveitarfélög næst svæðinu.  Mosfellsbær er að vísu ekki aðili að Faxaflóahöfnum, enda hafnlaust sveitarfélag, en með aukinni starfsemi á Grundartanga mun þeim fjölga sem þar starfa  en búa í Morsfellsbæ.2014-05-09 18.20.10
Því eru Mosfellingar nágrannar  Faxaflóahafna sf. og mikilvægt að þeir fái innsýn í þau verkefni sem unnið er að á svæðinu. Heimsóknin lukkaðist hið besta og sögumaður Faxaflóahafna sf. sagður hafa staðið vaktina með prýði – eins og vænta mátti.2014-05-09 18.50.27
Á síðustu árum hafa umhverfismál verið nátengd uppbygginguni á Grundartanga og sjón sögu ríkari hvernig starfsemin þar hefur vaxið samhliða umhverfisbótum.  Framundan eru spennandi verkefni á Tanganum og framtíðar sýn um áframhaldandi uppbyggingu atvinnusvæðisins, sem tekur ríkt tillit til umhverifssjónarmiða og framleiðslu sem verði í sátt við umhverfið.

FaxaportsFaxaports linkedin