Ár 2014, föstudaginn 9. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Páll Hjaltason
Júlíus Vífill Ingvarsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Sveinn Kristinsson
Sigurður Sverrir Jónsson
Varamaður:
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Gunnar Sigurðsson
Erlingur Þorsteinsson
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Bréf Starfsmannafélags Faxaflóahafna sf. dags. 5.5.2014 um kosningu fulltrúa starfsmanna í hafnarstjórn.
Lagt fram.
2. Lóðamál á Grundartanga.
a. Bréf Hvalfjarðarsveitar dags. 1.5.2014 varðandi samþykkt á lýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Bréf Hvalfjarðarsveitar lagt fram. Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu varðandi viðræður við Silicor og Hvalfjarðarsveit. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að halda áfram viðræðum við Silicor á þeim forsendum sem gerð hefur verið grein fyrir.
3. Kjarasamningar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Félag skipstjórnarmanna dags. 6. maí 2014.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samninga fyrir sitt leyti og heimilar hafnarstjóra að ganga frá nauðsynlegum breytingum á kjarasamningum við Eflingu, Samiðn og Verkstjórafélag Íslands.
4. Minnisblað hafnarstjóra varðandi Sundabraut dags. 6. maí 2014.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni minnisblaðsins.
5. Deiliskipulag á Fiskislóð.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins.
6. Erindi Eysteins Þ. Yngvasonar dags. 5.5.2014 þar sem óskað er eftir heimild til starfsrækslu lítillar „farþegalestar“ til reynslu, sem æki um hafnarsvæði Gömlu Hafnarinnar í Reykjavík.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið svo framarlega að það raski ekki umferð gangandi vegfarenda og felur hafnarstjóra að ræða við bréfritara. Verði af verkefninu er áskilið að umsækjandi afli allra nauðsynlegra leyfa vegna starfseminnar hjá viðkomandi aðilum.
7. Grænt bókhald Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2013 og skýrsla stjórnar Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2013.
Lagt fram. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að leggja fram tillögu um markmið í grænu bókhaldi fyrir næstu ár.
8. Forkaupsréttarmál.
a. Erindi fasteignasölunnar Þingholts, dags. 5.5.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 33, 35 og 37 fastanr. 231-6148, 231-1984 og 231-5172. Seljandi Mannverk 2 ehf., kt. 600312-1110. Kaupandi f.h. óstofnaðs hlutafélags, Kristinn Arnar Gunnarsson, kt. 190574-3349.
b. Erindi fasteignasölunnar Mikluborgar, dags. 6.5.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 7 fastanr. 200-0090. Seljandi Ergo fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, kt. 490503-3230. Kaupandi BK eignir ehf., kt. 500604-2120.
c. Erindi fasteignasölunnar Mikluborgar, dags. 6.5.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 9 fastanr. 200-0090. Seljandi BK eignir ehf., kt. 500604-2120. Kaupandi Hopefully Touring Ltd., kt. 550414-9960.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemi í eignunum uppfylli skilyrði deiliskipulags og ákvæði lóðaleigusamninga.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:15