Í dag var gengið frá kjarasamningum við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Félag Vélstjóra og Málmtæknimanna og Félag SKkipstjórnarmanna. Samningarnir gera ráð fyrir 2,8% hækkun launa 1. febrúar auk 14.600 króna eingreiðslu. Þá er einnig 20.000 króna eingreiðsla þann 1. febrúar 2015. Að auki var brugðið á það ráð að lagfæra launatöfluna sjálfa og auka bil á milli flokka í 1,5%. Sú breyting gefur að jafnaði 2,65% hækkun þannig að meðalhækkun launa er um
5,45%. Til að mæta niðurfellingu á sjómannaafslætti fá lögskráðir hafnarþjónustumenn 2 launaflokka þann 1. júlí 2014. Þá eru nokkur ákvæði til viðbótar sem varða viðræður og skoðun á hugsanlegri breytingu launatöflu hjá Reykjavíkurborg og breytinga á starfsmati á þeim bæ.
Ljóst er að kjarasamningurinn við þessi þrjú félög ber með sér ákvæði umfram þá samninga sem gerðir voru við Eflingu, Samiðn og Verkstjórafélagið en þeim skilaboðum hefur verið komið til þeirra félaga að sambærileg ákvæði verði tekin upp eftir því sem við á.
Samningarnir fara nú í hefðbundna samþykktarferla starfsmanna og stjórnar, en gildistími þeirra er til 30. apríl 2015. Samningana má sjá hér: Kjarasamningur Félags skipstj. manna 2014 Kjarasamningur StRV 2014 Kjarasamningur VM 2014
Ragnar Eggertsson, launafulltrúi veðrur tilbúinn á mánudag að veita þeim sem um spyrja upplýsingar um þær breytingar, sem vænta má ef samningarnir verða samþykktir.